Langaði til að hjálpa börnunum á Heimili Friðar - ABC barnahjálp

Langaði til að hjálpa börnunum á Heimili Friðar

Frásög frá skólastjóra Heimili Friðar í Bangladess

Við vitum öllum hvernig aðstæður eru í heiminum núna. Með hverjum deginum breiðist CODIV 19 veiran hraðar út. Það er ekki til nein lækning við corona veirunni. Við getum aðeins beðið til Guðs og við verðum að biðjast fyrir reglulega sem og að haga okkur í samræmi við leiðbeiningar lækna til að bjarga okkur úr þessum aðstæðum. Það er nauðsynlegt að nota grímur og hanska eins og WHO mælir með og það þarf að þvo hendurnar oft og vel með sápu. Verðlagið á grímum og hönskum hefur hækkað mikið sem og á öllum öðrum vörum í Bangladess. Við þessar aðstæður ákvað ungur drengur að rétta fram hjálparhönd til að hjálpa börnunum á Heimili Friðar með því að gefa þeim grímur. Nafn hans er Rupok Mondol. Hann er nemandi á BSc. námsbraut við Félagsvísindadeild, á lokaári.

Rupok Mondol vinnur ásamt foreldrum sínum með hinum frjálsu kristnu kirkjum í Bangladess. Rupok rekur lítið fyrirtæki samhliða skólagöngu sinni. Hann starfrækir litla búð þar sem hann selur snyrtivörur, sem eru framleiddar í héraðinu. Hann býr hjá foreldrum sínum á The Way Trust svæðinu þar sem Heimili Friðar er staðsett.

Rupok langaði til að hjálpa börnunum á Heimili Friðar á þessum óvissutímum. Tekjur hans eru til þess að styðja við skólagöngu hans en hann hefur keypt grímur til að gefa börnunum á Heimili Friðar fyrir þá peninga, sem ætlaðir voru til að greiða fyrir kostnaðinn við skólagöngu hans.

Grímum var dreift til barnanna þann 6. apríl, þegar þeim hafði verið skipt upp í hópa og börnin stóðu í röð og héldu ákveðnu bili á milli sín vegna veirufaraldursins.

Stjórn HOP vill færa Rupok þakkir fyrir að hjálpa börnunum með því að gefa þeim grímur.

Popy Florence Lakra, skólastjóri Heimili Friðar
Skildu eftir svar