Ljóðahópurinn í Star of Hope byrjar vel - ABC barnahjálp

Ljóðahópurinn í Star of Hope byrjar vel

alt

Ljóðahópur ABC skólans í Star of Hope hefur undanfarin ár staðið sig frábærlega í hinni árlegu Kenya Music Festivals. Á síðasta ári var hann fulltrúi Nairobi í lokakeppninni og keppti í sex greinum. Hópurinn hreppti fyrstu verðlaun í einni greininni fyrir ljóðaflutning.

Nú er nýtt ár og ný keppni og núverandi hópurinn flaug í gegnum fyrstu forkeppnina. Næsta umferð fer fram áttunda og níunda júní næstkomandi og við sendum góða strauma. The Kenya Music Festivals er árlegur viðburður á vegum stjórnvalda í Kenýa og skólar landsins etja kappi í alls kyns menningarlegum viðburðum. Í þessari fyrstu forkeppni eigast við hverfisskólar.

alt

Á myndinni hér að ofan sjást nemendurnir sem tóku þátt í fyrra. Þeir sigruðu í einni greinni fyrir flutning á ljóði sem kallast “The Nervous Race”. Í öðrum viðureignum hafnaði hópurinn tvívegis í öðru sæti, sjötta sæti og í því tíunda.