Við stöndum nú í söfnun vegna flóðann í Pakistan þar sem verið er að hringja í fyrirtæki og óska eftir styrkjum til að geta sent aukalega mataraðstoð til Pakistan fyrir fjölskyldur í nágreni skólanna okkar. Fyrsta úthlutum hefur nú þegar farið fram og var okkur að berast meðfylgjandi myndir frá Rasta Foundation Pakistan skólanum.
ABC barnahjálp rekur skóla á tveim svæðum í Pakistan þar sem hafa verið gífurleg flóð undanfarna daga vegna óvenju mikilla rigninga í langan tíma. “Pakistan er marrandi í hálfu kafi og standa pakistanar frammi fyrir monsúnrigningum á sterum. Afleiðingar áður óþekkrar úrkomu og flóða eru vægðarlausar. Yfir þúsund manns hafa farist í loftslagshamförunum og margir fleiri hafa slasast. Milljónir eru heimilislaus, skólar og aðrar byggingar ónýtar, fólk hefur misst lífsviðurværi sitt, mikilvægir innviðir farnir og vonum og draumum fólks hefur verið skolað í burt”, sagði Gutarres í ávarpi sínu vegna flóðanna.
Skólastjórnendur fá senda peninga frá okkur sem þeir nýta til að kaupa matvæli, hreint vatn, hreinlætisvörur og heilbrigðisaðstoð fyrir börnin í nágreni skólanna og fjölskyldur þeirra.
Ef þú vilt taka þátt og styrkja þetta verkefni er hægt að hringja á skrifstofu ABC barnahjálpar og eða leggja inn á reikning og merkja það Pakistan.
690688-1589
0537-26-6909