Matargjafir til ABC foreldra í Pakistan - ABC barnahjálp

Matargjafir til ABC foreldra í Pakistan

Staðan í Pakistan hefur aðeins skánað og hafa stjórnvöld létt á útgöngubanni,
Mikil fátækt var fyrir á svæðinu og hefur staðan einungis versnað. Múrsteinavarksmiðjurnar hafa nýlega verið opnaðar aftur, en mikil vöntun er á mat á svæðinu. Skólastjórnendur hafa verið að fara með matarpakka til nemenda okkar og fjölskyldna þeirra.

Staðan er erfið á mörgum stöðum, en við höldum ótrauð áfram og gerum hvað við getum til að létta undir, hjálpa til með matarsendingum, fræðslu og hvatningu.
Þessar myndir eru frá þriðju matarúthlutun sem skólastjórnendur skólans úthlutuðu til foreldra og aðstendanda nemenda okkar í síðustu viku.
Ef vel er gáð þá sést að matarpakkarnir eru merktir ABC nemendum og skólans.

Með kveðju og þakklæti til stuðningsaðila ABC barnahjálpar
Skildu eftir svar