Sagt er að ein mynd segi meira en þúsund orð. Hvað þá þessar tvær myndir!
Þessi stúlka er nemandi í Ecole ABC de Bobo. Allir nemendur skólans búa í fátækrahverfinu Quenzenville í útjaðri borgarinnar Bobo Dioulasso sem er næst stærsta borgin í Búrkína Fasó með um hálfa milljón íbúa. Hinrik Þorsteinsson, annar forstöðumanna skólans, sagði eitt sinn í viðtali að “innfæddir hjálpuðu okkur að velja nemendurna þegar skólastarfið hófst. Í okkar augum voru allir bláfátækir og sumir voru allslausir og þeir fengu inngöngu í skólann. Það er það sem ABC stendur fyrir; að hjálpa þeim sem eiga enga von”.
Það á ekki að teljast til forréttinda að sitja á skólabekk en í mörgum tilfellum er það sorglega staðreyndin.
Myndirnar af stúlkunni segja meira en orðin hér á undan geta. Sú fyrri er tekin áður en hún hóf nám í ABC skólanum. Augun hafa öðlast líf, skeifan er farin og fallega brosið skín í gegn. Birtan er allsráðandi.
Menntun gefur von.