Merissa fær styrk úr Kærleikssjóðnum - ABC barnahjálp

Merissa fær styrk úr Kærleikssjóðnum

Nalubale Merissa Hadijah er fjórtán ára gömul stúlka í sex manna fjölskyldu. Hún var við nám á unglingastigi í ABC skóla í Úganda en á síðustu önn missti hún föður sinn og þar með missti fjölskyldan fyrirvinnuna. Því voru ekki til peningar til að greiða fyrir námið.

Merissa er elsta barnið í fjölskyldunni og ákvað hún að hjálpa móður sinni að selja maís við markaðinn og á götunum í nágrenninu. Hún mátti þola stöðugt áreiti karlmanna meðan hún var að selja maís og meira að segja var henni hótað nauðgun oftar en einu sinni.

Merissa að selja maís við markaðinn.

Fyrir unglingsstúlku eins og Melissu er menntun eina leiðin til að draumur hennar um að verða hjúkrunarfræðingur verði að veruleika. 

Fyrir tilstilli Kærleikssjóðs Miriam í Úganda er Merissa nú aftur komin í skólann. Þökk þessum sjóði geta stúlkur á borð við Merissu notið þess réttar að ganga í skóla en hér má lesa um og styrkja Kærleikssjóð Miriam í Úganda.