Mikið í gangi í Búrkína Fasó - ABC barnahjálp

Mikið í gangi í Búrkína Fasó

alt

Allt að gerast í ABC skólanum í Búrkína Fasó.

Skóli var settur á ný þann 3. október sl. og börnin voru spennt að setjast aftur á skólabekkinn.

Starfsmenn skólans og sjálfboðaliðar hafa ekki setið auðum höndum og búið er að lyfta sannkölluðu grettistaki undanfarnar vikur. Bygging nýs framhaldsskóla er langt á veg komin og er hún þrjár hæðir. Nýjum sólarsellum hefur verið komið fyrir og búið er að koma stærðarinnar vatnstanki fyrir á sinn stað.

Fyrirhugað er stækkun á matsal og eldhúsi og hljómlistardeild hefur tekið til starfa í húsnæðinu þar sem verkmenntadeildin er. Sannarlega mikill uppgangur og magnað starf hjá frábæru fólki.