Mikilvægur og vel metinn stuðningur - ABC barnahjálp

Mikilvægur og vel metinn stuðningur

Samreen Naveed er nemandi í ABC skólanum í Farooqabad í Pakistan. Hún fæddist 2. febrúar árið 2005. Hún nýtur stuðnings til náms og er sem stendur í fjórða bekk. Hún hefur gaman af krikket og hana dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur.

alt

Á myndinni sjáum við hana með bréf frá stuðningsaðila sínum og Samreen sendir bréf á móti þar sem hún þakkar fyrir sig og lýsir yfir mikilli ánægju að fá að vita um fjölskylduna sem styrkir hana.

Nemendur ABC skólanna í Pakistan koma úr mikilli fátækt og stúlkur eiga sér í lagi erfitt uppdráttar þegar kemur að menntun. Þökk sé stuðningi Íslendinga og fjölmargra velunnara starfsins fá margar stúlkur sem koma úr fátækt í Pakistan tækifæri til að betrumbæta aðstæður sínar.