Nýr framkvæmdastjóri - ABC barnahjálp

Nýr framkvæmdastjóri

Hjalti Skaale Glúmsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra ABC barnahjálpar. Hann starfaði áður hjá Össur ehf en hefur verið starfsmaður ABC undanfarna þrjá mánuði. Þann 1. desember síðastliðinn tók hann við sem framkvæmdastjóri af Laufeyju Birgisdóttur en hún hefur starfað hjá ABC í 5 ár og mun halda því áfram en nú í stöðu Vettvangsstjóra.

Við bjóðum Hjalta velkominn til starfa um leið og við þökkum Laufeyju fyrir vel unnin störf og óskum þeim góðs gengis í sínum nýju stöðum.
Skildu eftir svar