Nýr leikvöllur í Pakistan - MYNDIR - ABC barnahjálp

Nýr leikvöllur í Pakistan – MYNDIR

Við ABC skólann í Sheikhupurahéraði í Pakistan hefur nýr leikvöllur verið tekinn í notkun. Mikil ánægja er með völlinn og nýta börnin hvert tækifæri sem gefst til þess að leika sér og fjörið er mikið!

Svæðið sem leikvöllurinn er á kemur til með að nýtst á marga vegu því útbúið var dálítið svið sem má nota á tyllidögum og við útskriftir svo eitthvað sé nefnt. Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir skemmstu og ekki annað að sjá en að börnin kunni vel að meta leiktækin!