Nytjamarkaður ABC barnahjálpar fluttur í nýtt húsnæði - ABC barnahjálp

Nytjamarkaður ABC barnahjálpar fluttur í nýtt húsnæði

Þann 10. febrúar síðastliðinn opnaði ABC barnahjálp Nytjamarkaðinn í nýju húsnæði á Nýbýlavegi 6, eftir sex ára farsæla starfsemi í Víkuhvarfi 2. Flutningar af þessari stærðargráðu eru afar krefjandi, en starfsfólk ABC og Nytjamarkaðarins tóku höndum saman og leystu þetta verkefni af einstakri kostgæfni og góðri samvinnu.

Síðan Nytjamarkaðurinn hóf formlega störf fyrir 13 árum síðan, hafa vinsældir hans einungis vaxið ár hvert. Markaðurinn er ekki einungis mikil búbót fyrir landsmenn heldur mikilvægur hlekkur í umhverfisvernd og endurnýtingu. Hann er í dag afar þýðingamikil tekjulind fyrir samtökin, en allur ágóði markaðarins rennur til starfsemi ABC barnahjálpar sem styður börn til náms í Afríku og Asíu.

Við erum himinlifandi yfir nýrri staðsetningu og hlökkum til að taka á móti velunnurum okkar á formlegum opnunardegi þann 2. mars sem er „Alþjóðlegur dagur gamalla hluta“ (e. Old stuff day https://www.daysoftheyear.com/days/old-stuff-day/ ).  




Skildu eftir svar