Nýtt tölvuver í Bangladess - ABC barnahjálp

Nýtt tölvuver í Bangladess

Á tímum Covid19 komu kostir fjarkennslu víða í ljós og þar af leiðandi mikilvægi tölvukennslu fyrir nemendur. Staða tölvuversins í Bangladess var orðin heldur bágborin, tölvurnar voru orðnar gamlar og einungis 3-4 tölvur voru í nothæfu ástandi. Okkur langaði til að bæta úr þessu og ákváðum því að efna til símasöfnunar í lok árs 2020, þar sem hringt var í helstu fyrirtæki landsins og þeim boðið að vera með í þessu verkefni. Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar voru mjög góðar og gekk söfnunin vonum framar. Við náðum settu markmiði, en fyrir upphæðina sem safnaðist gátum við keypt 25 tölvur fyrir nemendur og 2 fyrir kennara.

Í dag er búið að afhenda tölvurnar, setja þær upp og gera allt klárt fyrir nýtt skólaár sem hefst 4. febrúar.
Skildu eftir svar