Í september mánuði bauð samstarfsaðili okkar í Svíþjóð, Barnmissionen (Children´s Mission CM), starfsmönnum og stjórnendum á vettvangi til Úkraínu á ráðstefnu sem kallast “Open heart conference”.

Þar mættu flestir skólastjórnendur þeirra skóla sem CM er eftirlitsaðili með. ABC barnahjálp rekur og hjálpar til við rekstur í 12 skólum í 7 löndum af þeim sem boðið var á ráðstefnuna. Framkvæmdastjóri ABC, verkefnastjórar, verslunarstjóri Nytjamarkaðs ABC ásamt tveimur úr stjórn ABC fóru á þessa ráðstefnu og funduðu með og hittu þá skólastjórnendur sem ABC er í samstarfi við á Filippseyjum, Úganda og Naíróbí og Namelok í Kenía. Fundirnir eru mikilvægir til að auka þekkingu starfsmanna ABC barnahjálpar á starfsemi skólanna og hvernig skólastarfið og hið daglega líf samstarfsaðila og nemenda er háttað í þessum löndum og heyra og sjá með eigin augum áhrif og afraksturs samstarfsins.
Starfsmenn ABC sátu einnig ráðstefnuna og fengu kennslu frá starfsmönnum CM og CMA(Children´s Mission Africa) og CMP(Children´s Mission Philippines). Þekking á málefnunum „Human rights based approach HBRA“„Advocacy in practice“„Resilience in practice“ og „Impotance of effective STRONG organisations“er nauðsynleg í starfsemi okkar. Haldnir voru fyrirlestrar, boðið uppá hópastarf inni og úti og leysa þurfti verkefni með hinum ýmsu aðferðum – meðal annars með því að sína leikþátt.
Við sem ABC vitum að án samvinnu getum ekki rekið starfið okkar en með félögum sem koma með mismunandi leiðir og stefnumótun, árangur og mistök, ráðleggingar og nám, þá getum við séð Afríku og Asíu blómstra og konur, börn og ungmenni lifa lífi í reisn.
Þarna fengu starfsmenn ABC einnig það frábæra tækifæri að skoða starfið í Lutsk og Dubechno í Úkraínu, en Barnmissonen hefur verið að byggja upp starf þar síðustu 27 árin. Farið var meðal annars í vettvangsheimsókn á barnaspítala sem byggður var upp eingöngu fyrir gjafafé, vettvangsskrifstofan var heimsótt ásamt nytjamörkuðum og kristilegar sumarbúðir sem hafa verið í uppbyggingu síðustu 27 árin. Farið var í grunnskóla og tekið þátt í árlegri hátíð þar sem börnin dönsuðu, léku og sungu fyrir fullan sal af áhorfendum. Í lok ráðstefnunnar var haldið svokallað „Menningarkvöld“ þar sem haldin var kynning á hverju landi fyrir sig. Var þetta virkilega fróðlegt og skemmtilegt og mættu íslenski hópurinn að sjálfsögðu í íslensku landsliðstreyjunni með harðfisk og lakkrís, sungu tveir úr hópnum Drottinn er minn hirðir og svo var kynningin kláruð með því að fá alla í salnum til að taka þátt í hinu eina sanna Víkingaklappi okkar íslendinga „Húhh“ !