Opnun nýs Nytjamarkaðs - ABC barnahjálp

Opnun nýs Nytjamarkaðs

Stolt segjum við ykkur frá því að í vikunni opnaði ABC barnahjálp annan Nytjamarkað, að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði.

Við seljum þar meðal annars búsáhöld, húsgögn, fatnað, skó, skartgripi, töskur, bækur, spil, myndir og ramma, myndbönd/dvd, cd og vínilplötur.

Þakklæti er okkur efst í huga þegar einstaklingar og fyrirtæki gefa okkur það sem til fellur, til að selja í Nytjarmörkuðum okkar en með því að versla í Nytjamarkaðinum hjálpar þú ABC barnahjálp að reka skóla og heimili fyrir fátæk börn í 7 löndum í Afríku og Asíu.

Við tökum glöð á móti ykkur alla virka daga frá 12:00-18:00 og 12:00-16:00 á laugardögum, nú í Kópavogi og Hafnarfirði.

Hér má sjá brot af úrvalinu í nýju verslun okkar ásamt mynd af Gógó (Sigurlaug Guðrún) og Agli, en þau munu standa vaktina með bros á vör og þakklæti í hjarta.