Rogelio vill teikna hús. - ABC barnahjálp

Rogelio vill teikna hús.

Bantilo fjölskyldan býr í litlu og fábrotnu húsi sem er staðsett rétt fyrir neðan ruslahauginn í Payatas. Smokey Valley landfyllingin hefur verið aðal atvinnugreinin fyrir þúsundir einstaklinga sem hafa ofan í sig og á með því að tína úr og flokka því sem fleygt hefur verið og selja það til skranbúða. Þetta er veruleikinn hjá móður og föður Rogelios. Þau þéna um 150-300 Pesos á dag, sem er á bilinu 400-800 krónur, en það er ekki nóg til að sinna grunnþörfum fjölskyldunnar. Rogelio á sjö systkin og hann er sá yngsti.

Rogelio þarf að ganga þrjá kílómetra til að komast í skólann vegna þess að hann á ekki pening til að ferðast öðruvísi. Fjárhagsstaða fjölskyldunnar er mjög slæm. Oft er aðeins til peningur fyrir einni máltíð yfir daginn sem þýðir að þau nánast svelta.

Rogelio er bjartasta von fjölskyldunnar því hann er í styrktarbarnakerfi ABC barnahjálpar. Þannig getur hann sótt skóla og stefnt að æðri menntun sem tryggir honum betri vinnu en að leita á ruslahaugum að hlutum til að selja.

Rogelio þykir skemmtilegast að teikna í skólanum og hann hefur sýnt fram á mikla hæfileika í þeim efnum. Viðfangsefnið sem reynist honum erfiðast hefur verið enska.

Þrátt fyrir allt mótlætið og erfiðið tók Bantilo fjölskyldan vel á móti starfsmönnum Barnmissionen þegar þeir komu við og heimilið var uppfullt af kærleika. Fjölskyldan er mjög þakklát stuðningsaðilunum og þau eru vongóð  um betri tíma framundan.

Lífið heldur áfram hjá Rogelio og foreldrar hans munu ekki slá slöku við að þræða ruslahaugana í leit að hlutum til að selja. En strákurinn þeirra heldur sínu striki í skólanum og lætur sig dreyma og teiknar enn hús með mikilli ánægju.