Skólinn hefst að nýju í Pakistan - ABC barnahjálp

Skólinn hefst að nýju í Pakistan

Það var mikil eftirvænting hjá börnunum okkar í Pakistan þegar skólinn hófst að nýju á dögunum. Börnin fengu loks að mæta í skólann, hitta kennarana, vinina og eiga tíma saman. Starfsfólkið var einnig afskaplega þakklátt að fá börnin aftur í skólann.

Fyrir opnun skólans sendum við út fjármagn til að undirbúa skólann fyrir komu nemenda og starfsfólks. Meðal annars voru keyptur hitamælir sem sést hér á nokkurm myndum, sótthreinsispritt, sápur og sápu/spritt skammtarar, grímur, hanskar sótthreinsiklútar og fleira. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru öll börn hitamæld, fengu spritt og grímu. Allir leggja sig mikið fram að fara eftir sóttvarnarreglum – bæði börn og starfsfólk.
Skildu eftir svar