Við hjá ABC barnahjálp erum með símasöfnun í gangi þessa dagana þar sem hringt er í fólk og það beðið um að styrkja okkur um 4.500 kr. í eitt skipti. Þeir sem samþykkja að styrkja ABC barnahjálp fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Símstöðin sér um þessar úthingingar og er hægt að nálgast símanúmerin sem þeir hringja úr á heimasíðu þeirra www.simstodin.is. Við sendum okkar bestu þakkir til allra sem leggja starfinu lið og hjálpa okkur að hjálpa fátækum börnum að öðlast menntun og eignast viðringarríkara líf.