Söfnunin Börn hjálpa börnum langt á veg komin. - ABC barnahjálp

Söfnunin Börn hjálpa börnum langt á veg komin.

Söfnunin Börn hjálpa börnum er nú í gangi víða um land. Nemendur í 4.-7.bekk hinna ýmsu grunnskóla hafa verið að ganga í hús og standa við verslanir og safna peningum í bauka merkta átakinu. Við erum afskaplega þakklát þessum börnum og þeim sem sjá sér fært að gefa í söfnunina.

Okkur hafa borist myndir frá nokkrum skólum af nemendum og langar okkur að birta þær hér.

Í 4. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja er nemandinn Ástþór Hafdísarson, en hann var einn af 10 börnum sem unnu teiknisamkeppni MS og var í verðlaun 40.000kr. Hann og bekkurinn hans ákváðu í sameiningu að fá sér ís í ísbúð bæjarins og gefa svo afganginn af verðlaunaféinu, um 30.000kr, í söfnunina Börn hjálpa börnum.