Við fylgjumst vel með hvað er að gerast í skólum okkar og nú er líklega verst ástandið á Filippseyjum þessa vikuna. Skólarnir sem ABC styður á Filippseyjum er á Manila svæðinu, þar hefur fólki verið skipað að halda sig innandyra næstu tvær vikurnar. það náðist að koma miklu af námsefni til nemenda í júlí svo þau hafa flest heimaverkefni þessar tvær vikur. þrátt fyrir stöðuna í dag þá eru þau bjartsýn og gera ráð fyrir að opna skólan að nýju 24 ágúst nk. þau fullvissuðu mig um að tíminn er vel nýttur og þau munu nota þessar tvær vikur til að gera við þakið á einum skóla og mála nokkrar skólastofur svo allt verði klárt þegar krakkarnir koma aftur í skólan í lok ágúst.
Stjórnendur skólanna sem við styðjum í Filippseyjum voru búin að halda fræðslu í öllum skólunum um hvernig best sé að sporna við því að smitast af Corona vírusinum. Fóru þau yfir leiðbeiningar frá WHO og DOH. Þau hvöttu alla til að huga vel að handþvotti, þvo sér oft og nota sótthreinsi til að koma í veg fyrir smit. Passa að halda fyrir munn og nef þegar hóstað er, nota grímur, forðast að snerta augu, nef og munn og ekki vera mikið í margmenni. Ef þau fá hita, fara að hósta og eiga erfitt með andardrátt, hafa þá samband við lækni. Einnig að huga vel að hreinlæti þegar þau heimsækja markaði og eru í kringum dýr og forðast að borða hráar eða lítið eldaðar dýraafurðir.
þessar myndir eru frá kennsluátakinu fyrir starfsmenn skólanna sem þau síðan komu áfram til nemenda og fjölskyldna þeirra í byrjun áður en fyrsta útivistabannið var sett á.