Staðan á tímum Covid -19 - ABC barnahjálp

Staðan á tímum Covid -19

Fréttir af vettvangi

Áskoranir sem þjóðir heims eiga við í kjölfar heimsfaraldurins eru margvíslegar og miklar. Engin þjóð er undanskilin þeim afleiðingum sem farsóttin Covid -19 hefur haft og er staðan í skólum ABC í Afríku og Asíu misgóð. Nýlega sendu skólastjórnendur ABC- skólanna frá sér fréttir af stöðunni í hverju landi.

Kenýa
Meirihluti barnanna líður vel. Greitt fyrir sjúkrahúsvist fyrir nokkur börn og lyf.  Hér höldum við áfram að útdeila matargjöfum til þeirra sem eru í mestri neyð. Þrjár fjölskyldur nemenda okkar lentu í því að heimilum þeirra var rústað og fá styrk til að mæta tímabundinni húsaleigu svo þau séu í öruggu skjóli. Innan þeirra eru 16 nemendur okkar sem fá einnig matargjafir.  Lítið hefur verið um smit á þeim svæðum sem við erum með starfsemi í Kenýa. Enn hafa yfirvöld ekki aflétt takmörkunum á skólahaldi í landinu. Við styðjumst við fjarkennslu þar til að annað kemur í ljós og reynum að laga okkur að aðstæðum eins og kostur er.

Búrkína Fasó
Í Búrkína Fasó er staðan blessunarlega ekki mjög slæm. Almennu skólahaldi hefur verið frestað til 1. júní. Stjórnvöld í landinu munu dreifa sápum og grímum til allr áður en skólahald hefst að nýju. Þær fjölskyldur sem hafa þegið mataraðstoð hafa það ágætt en þörfin er brýn engu að síður. Við erum bjartsýn á framhaldið.

Úganda
Lokun landsins verður aflétt innan skamms. Skólahald liggur enn niðri og enn hefur ekki verið staðfest hvenær það hefst að nýju. Orðrómur var um að það myndi ekki hefjast fyrr en í september. Almannasamgöngur liggja enn niðri eins og flest annað og kirkjur eru lokaðar. Forseti landsins mun fljótlega tilkynna um framhaldið.

Bangladess
Ástandið í Bangladess fer versnandi , fjöldi smitaðra eykst og dauðsföll einnig. Almenningssamgöngur liggja niðri fram til 31. maí. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það hvenær skólar opna aftur. Takmarkanir eru á ferðafrelsi fólks líkt og um heim allan og almenningur hvattur til að vera heima. Matarskortur eykst með hverjum deginum sem bitnar harkalega á þeim sem eru atvinnulausir og í vondum félagslegum aðstæðum.

Pakistan
Í Pakistan liggur allt skólahald niðri til 15. júlí þar til annað kemur í ljós. Fjöldi smitaðara er að aukast og verða ákvarðanir teknar um framhald lokanna með hliðsjón af framvindu. Matarskortur eykst hratt og eru margar fjölskyldur við hungurmörk. Kirkjan okkar hefur komið til móts við þá sem eiga um sárast að binda og hefur getað nýtt neyðarsjóð til þess. Neyðin hér vex hratt og reynum við að bregðast við henni eins og við getum.

Filippseyjar
Á Filippseyjum er hægt og rólega verið að aflétta sóttkví. Hér eins og víða setur matarskortur strik í reikninginn þar sem atvinnuleysi hefur aukist í kjölfar faraldursins og sóttkvíin hamlar ferðum fólks til að verða sér út um mat. Að óbreyttu mun skólahald hefjast 24. ágúst. Allir reyna að laga sig að breyttum aðstæðum og haga seglum eftir vindi. Og meta aðstæður eftir því sem fram vindur.

Indland
Smitum fjölgar hratt á Indlandi og hafa stjórnvöld framlengt takmörkunum á ferðafrelsi. Innviðir heilbrigðiskerfisins á Indlandi eru veikir og gætu brostið við aukið álag vegna Covid -19. Stefnt er að því að opna skólana aftur 12. júní en í byrjun júní eiga elstu nemendurnir að taka próf.

Starfsfólk skólanna okkar hafa fengið þjálfun í notkun á fjarkennslubúnaði sem er notaður á meðan þetta ástand varir. Við höfum orðið vör við aukin kvíða og vanlíðan nemenda á þeim tíma sem skólahald hefur legið niðri. Fátækt og skortur á félagslegum stuðningi hefur komið harkalega niður á fjölskyldum nemenda okkar sem eru flestar meðal fátækustu íbúa landsins. Matarskortur er gífurlegur og margir örvæntingarfullir. Þörfin fyrir matargjöfum margfaldast dag frá degi. Við biðjum þess í bænum okkar að ástandinu létti sem fyrst.

Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum með mataraðstoð geta gert það HÉR




Skildu eftir svar