Staður til að láta drauma sína rætast. - ABC barnahjálp

Staður til að láta drauma sína rætast.

Ég heiti Trishna Tudu, ég er í sjötta bekk í skólanum Heimili Friðar og hef verið hér síðan árið 2015.

Mér finnst ég vera örugg á Heimili Friðar. Hér fæ ég kennslu í ýmis konar nytsamlegum störfum, svo sem

tölvunotkun og landbúnaðarstörfum, sem mun hjálpa mér í mínu lífi en börn utan heimavistarinnar fá ekki þessa þjálfun.

Þetta er staður til að láta drauma sína rætast og hefur breytt lifi mínu mjög mikið. Ég elska að vera hér á Heimili Friðar.

Þegar ég var lítil stúlka yfirgaf móðir mín mig, þess vegna á ég við andleg vandamál að stríða. Þegar ég fékk tækifæri til að stunda nám hér, hitti ég frændur mína og frænkur og hjálpaði það mér að bæta andlegt ástand mitt.

Ég elska Heimili Friðar eins og fjölskyldu mína. Heimili Friðar hjálpar mér að yfirvinna tómleikann innra með mér. Ég er mjög þakklát Heimili Friðar fyrir að gefa mér svona dásamlegt líf.

Trishna Tudu
Sjötta bekk

ABC barnahjálp hefur stutt börn til náms í skólanum Heimili Friðar í Bangladess síðan í upphafi árs 2018. Með því að smella á þennan hlekk HÉR getur þú stutt barn frá Bangladess til náms.