Miðvikudaginn 9. maí sl. var haldinn starfsmannafundur á Hótel Kríunesi. Sérstakur gestur var Bo Wallenberg, framkvæmdarstjóri Barnmissionen og stjórnarmaður ABC, og viðstaddir voru starfsmenn skrifstofunnar og nytjamarkaðanna.
Málefni fundarins voru m.a. þau að fara yfir mál sem eru í deiglunni hjá ABC. Sigurlín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, greindi frá heimsókn sinni til Bangladess en ABC hóf nýverið að styðja við skólann sem rekinn er þar í landi. Þráinn Skúlason, stjórnarmaður, greindi frá sinni heimsókn en hann hélt til Pakistan í apríl síðastliðnum til að taka út starfsemina hjá nýjasta samstarfsaðila ABC. Írís Ósk Friðriksdóttir, verkefnastjóri, kynnti nýja heimasíðu sem bráðlega fer í loftið. Einnig tók framkvæmdarstjóri ABC, Laufey Birgisdóttir, til máls og Bo miðlaði af sinni áralöngu reynslu sem starfsmaður og síðar framkvæmdastjóri hjá sænsku hjálparsamtökunum.
Það er óhætt að segja að starfsmenn ABC voru fullir uppörvunar að loknum degi og fullir tilhlökkunar í að takast á við komandi verkefni.
Hér að ofan má sjá mynd af starfsmönnum skrifstofunnar ásamt Bo Wallenberg.