Stefnir á framhaldsnám á Nýja-Sjálandi - ABC barnahjálp

Stefnir á framhaldsnám á Nýja-Sjálandi

Það að alast upp í fátækt hefur ekki aðeins búið til fjárhags- og námserfiðleika fyrir mig, heldur hefur það líka hjálpað mér að átta mig á raunverulegu gildi menntunar. Ég heiti Mary Ann Saberon Blanque og ég bý með foreldrum mínum og 6 systkinum. Okkur systkinunum gekk illa í skóla vegna fátæklegra tekna foreldra minna en þau störfuðu sem trésmiðir á tímabundnum samningi. Þegar ég var 7 ára þá kynntist móðir mín konu sem heitir “Ate Lydia”, en hún var á einhvern hátt tengd Children’s Mission. Móðir mín bað hana um hjálp við að komast inn í námsstyrktaráætlun þeirra þar sem einkunnir mínar voru sérstaklega góðar. Við fengum svar nokkrum vikum seinna og þökk sé Guði þá uppfyllti ég skilyrði inngöngu í styrktaráætlunina og það lánsamlega tækifæri var upphafið að nýju og betrumbættu lífi. Ég veit núna hvað það þýðir að vera ófær um að sinna fjárhagslegum skyldum sínum. Meðan á framhaldsskólagöngu minni stóð þá vann ég langt fram á kvöld til að sjá mér og systkinum mínum fyrir nauðsynjum fyrir heimilishald þar sem hvorugt foreldri mitt var í fastri vinnu. Ég var aðeins 16 ára þegar ég byrjaði að vinna á skyndibitastað samhliða námi en samt náði ég að viðhalda góðum námsárangri. Foreldrar mínir voru svo ánægðir með þann fjárhagslega og andlega stuðning sem CM veitti mér. Mér var rosalega annt um stuðningsaðila minn. Hann nýtti hvert tækifæri til að senda mér gjafir, þá sérstaklega á jólunum og þegar ég átti afmæli. Ég fann fyrir mikilvægi mínu og hversu elskuð ég var. Jafnvel fjölskylda mín fann fyrir þeirri umhyggju sem kom frá styrktaráætluninni vegna óþreytandi stuðnings. Ég hef fengið stuðning í 14 ár núna og á öllum þeim árum þá fann ég og mín fjölskylda fyrir þessum sterku tengslum við stuðningsaðilann í gegnum bréfaskrif. Ég skiptist á bréfum við velunnara mína, fullvissaði þá um að ég myndi skrifa eins mikið og ég gæti, sagði þeim frá öllu góðu fréttunum um mig og auðvitað mitt nám. Ég trúði því að það væri eina leiðin fyrir mig til að sýna þakklæti mitt og gefa eitthvað til baka. Með áframhaldandi hjálp stuðningsaðila í gegnum styrktaráætlunina þá tókst mér að klára háskólagráðu í viðskipta- og kennslufræðum frá einum stærsta ríkisrekna háskóla Filippseyja. Ég er stolt að segja frá því að ég er fyrst í minni fjölskyldu til að útskrifast úr háskóla og þar að auki fékk ég tvö sérstök verðlaun, “Besti Rannsóknaraðili í Menntamálum 2012” og “Frú Kennari 2011”. Mér tókst að finna mér starf einungis mánuði eftir útskrift. Ég var í tvö ár í vinnu þar sem ég tók að mér vinnslu upplýsinga tengdum viðskiptum frá utanaðkomandi fyrirtækjum. Það var ekki auðvelt að vinna á kvöldin en með því þá gat ég nýtt daginn í að undirbúa mig fyrir próf í kennsluréttindum. Mesta erfiðið var hversu lítinn svefn ég fékk, en ég var staðráðin í að halda áfram, sama hversu þreytt ég væri. Eftir marga mánuði af svefnleysi og streitu þá hófst það á endanum, ég náði kennsluréttindaprófinu. Í dag er ég með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi og er virkur sem kennari. Ég hef verið að kenna tölvunám í næstum því 4 ár. Ég deili mínum sögum með ungu fólki til að þau fyllist áhuga og hvatningu því að lífið er erfiðleikum stráð en erfiðleikar þessir eru blessun frá Guði þar sem hann veit hversu sterk og hversu megnug við erum öll í að horfast í augu við þá. Mér finnst ég vera lánsöm að hafa verið partur af þessari styrktaráætlun. Án hennar og án áframhaldandi stuðnings þessum sem mér hefur verið veittur þá á ég erfitt með að ímynda mér hvernig líf mitt hefði orðið. Það er einstakur heiður að hafa verið stuðningsþegi Children’s Mission í Filippseyjum. Ég vil af öllu mínu hjarta sýna fram á það þakklæti og þá virðingu sem ég hef fyrir því rausnarlega og óeigingjarna starfi sem þið hafið sýnt mér og filipseyskum börnum eins og mér. Ég bið fyrir því að ég geti einn daginn hitt fjölskyldu stuðningsaðila míns og allt það fólk sem er á bak við styrktaráætlunina svo ég geti almennilega þakkað þeim fyrir þeirra fjárfestingu í mínu lífi. Eins og staðan er núna þá stefni ég á framhaldsnám á Nýja-Sjálandi og ég vona innilega að mér takist það. Þetta er annað frábært tækifæri fyrir mig. Að fara í framhaldsnám er eitthvað sem ég trúi að muni víkka út sjóndeildarhringinn og gefa mér frekari þjálfun og hæfni í starfi og leik. Þetta er minn stærsti draumur, og eitthvað sem ég veit að mun gera mig að sterkari einstakling. Enn og aftur þá þakka ég fyrir þann verðmæta stuðning sem þið hafið sýnt mér og samlöndum mínum og ég vona að þið haldið áfram að veita stuðning og að vera okkur innblástur. Frá mínum dýpstu hjartarótum og frá allri fjölskyldu minni, takk fyrir og Guð varðveiti og gefi ykkur blessun sína.