Stefnir að því að verða kennari - ABC barnahjálp

Stefnir að því að verða kennari

Hve lengi hefur þú notið stuðnings?

„Ég var viku gömul þegar Eva Alexander fann mig. Í dag er ég 21 árs gömul. Alla þá tíð hef ég notið stuðnings ABC og Evu.“

Breytti stuðningur lífi þínu?

„Já. Stuðningur frá ABC hefur breytt öllu. Ef ekki hefði verið fyrir stuðning hefði kynlífsþrælkun beðið mín. Í staðinn tók við nám og nú hef ég lokið gagnfræðaskóla.“

Hverjar eru framtíðaráætlanir þínar?

„Draumur minn er að verða kennari. Ég vil kenna börnum með svipaðan bakgrunn ég. Ósk mín er að gefa þeim von og framtíð. Ég vil verða góður kennari og góður þjóðfélagsþegn. Ég vil bæta við þekkingu mína og skara fram úr í kennslu. Mér finnst það mjög göfugt starf.“

Hvað myndir þú vilja segja við stuðningsaðila þinn og við þá sem eru að íhuga að taka að sér að styrkja barn til náms?

„Kæri stuðningsaðili. Ég er þér svo þakklát. Þakka þér innilega fyrir að láta mér líða eins og ég sé dýrmæt. Megi Guð blessa þig og ég vona að fleiri styðji við munaðarlaus börn eins og mig til þess að við getum átt von og góða framtíð í vændum.“