Ákall um aðstoð við að kaupa matarpakka fyrir fjölskyldur okkar barna á tímum Covid-19
Heimsfaraldurinn sem nú geisar snertir allt mannkyn. Hvar sem borið er niður eru áhrifin víðtæk og misjafnt hvaða burði þjóðir hafa til að bregðast við ástandinu.
Sá hópur sem verður hvað verst úti eru þeir sem búa við viðvarandi skort, þar á meðal eru fjölskyldur barna sem eru í skólum á vegum ABC barnahjálpar í Afríku og Asíu, en skólum hefur víðast hvar verið lokað
Við höfum þegar byrjað á nokkrum stöðum að setja saman matarpakka fyrir fjölskyldur barnanna okkar. Fyrstu matarpakkarnir vonu afhentir í Kenýa og Pakistan í vikunni til þeirra fjölskyldna sem hafa það verst.
Þeir sem vilja leggja verkefninu lið og svara kallinu geta gert það með því að smella á hnappana hér að neðan.