Erfðargjafir - ABC barnahjálp

ABC barnahjálp hefur veitt fjölda barna tækifæri til náms og gefið fjölskyldum vonaríka framtíð vegna stuðnings frá einstaklingum og fyrirtækjum, en einnig vegna erfðargjafa frá stuðningsaðilum.

Slíkum gjöfum getur fylgt mikill ávinningur bæði fyrir gefendur og þiggjendur. Með erfðargjöf geta einstaklingar stutt starf ABC barnahjálpar í þágu barna.

Arfur til félagasamtaka er undanþeginn erfðarskatti.

Hafir þú áhuga á að kynna þér þann möguleika leggjum við til að þú lesir þennan bækling og hafir í framhaldi samband við skrifstofu ABC barnahjálpar í síma 414-0990 eða gegnum netfangið abc@abc.is.