Miriam er stúlka í ABC skólanum í Úganda. Þegar móðir hennar dó skildi hún Miriam og bróður hennar eftir án nokkurs stuðningsnets. Stjórnendur skólans borguðu jarðarförina og komu systkinunum í öruggt skjól. Ákveðið var í vetur að stofna sjóð sem nemendur og fjölskyldur þeirra geta óskað úthlutunar úr þegar eitthvað óvænt kemur upp, á borð við dauðsföll og veikindi.
Gjöfin þín er kærleiksgjöf sem margir án úrræða geta notið góðs af.