Nytjamarkaðir ABC barnahjálpar

Nytjamarkaðir ABC barnahjálpar eru reknir til styrktar hjálparstarfinu. Þeir eru til húsa í Vikurhvarfi 2 í Kópavogi og að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði. Á Nytjamörkuðunum eru til sölu bæði nýjar og notaðar vörur svo sem föt, heimilistæki, húsgögn og í raun allt milli himins og jarðar.

Opnunartími Nytjamarkaðarins er milli 12:00 og 18:00 alla virka daga og milli 12:00 og 16:00 á laugardögum.

Nú er tilvalið tækifæri að fara í gegnum geymsluna, bílskúrinn eða fataskápinn og athuga hvort að þar leynist ekki eitthvað sem tilvalið væri að gefa framhaldslíf á Nytjamarkaðnum. Tekið er við gjöfum frá kl. 12:00.

Síminn hjá Nytjamarkaðinum í Kópavogi er 520-5500 og í Hafnarfirði 414-0988.
Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína á Nytjamarkaðina og kanna hvort þar sé eitthvað sem hugur þess girnist og um leið styðja við og styrkja málefnið.