Afmælisstyrkur

Það er alltaf gaman að eiga afmæli en stórafmælin eru þó best! Í ár, 2018, á ABC barnahjálp einmitt stórafmæli því það eru þrjátíu ár síðan stafsemin hófst. Starfsemin hefur verið samfelld og vaxið mjög á þessum þremur áratugum. ABC starfar nú í sjö löndum en þau eru Bangladess, Búrkína Fasó, Filippseyjar, Indland, Kenýa, Pakistan og Úganda.

Þessi mikli sýnilegi vöxtur er ykkur að þakka því án stuðnings hjartahlýs fólks væri þetta varla hægt.