ABC fékk styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að bæta aðstöðuna við heimavistina í Naíróbí á árinu, betri aðstaða fyrir börnin að borða, læra og leika sér.
Framkvæmdin gekk hratt og vel fyrir sig. Byrjað var á húsinu sjálfu og síðan farið í göngustíginn á milli húsa. Allt húsnæðið var málað, fjölnotahúsið, salerni, eldhús og heimavistin. Við keyptum 7 stór borð og 14 bekki til að hafa í fjölnotahúsinu og til að setja punktin yfir i-ið þá keyptum við útileiktæki fyrir yngstu krakkana.
Þessi skemmtilega viðbót við heimavistina hefur bein áhrif á heilsu og lífgæði barnanna sem búa á heimavistinni ásamt starfsfólksinu. Bætt aðstaða heimilisins í kringum matartíma bætir hreinlæti sem hefur bein áhrif á heilsu. Bætt félagsaðstaða til leikja og náms, t.d. félagslíf skólans um helgar, hefur bein áhrif á líðan og námsárangur barnanna. Ásamt því að vera með betri aðstöðu þegar foreldrar koma að heimsækja börnin á heimavistina.