Styrkur sem skilar sér - ABC barnahjálp

Styrkur sem skilar sér

ABC á Filippseyjum

Árið 1990 hóf ABC í samstarfi við Barnmissionen í Svíþjóð að styðja börn í skóla á Payatas svæðinu í Manilla, höfuðborg Filippseyja. Í byrjun nutu um 100 börn stuðnings og hefur þeim fjölgað og í dag njóta um 500 börn stuðnings til náms í gegnum ABC barnahjálp.  Allt í allt hafa þúsundir barna notið stuðnings styrktaraðila í gegnum ABC barnahjálp.

Fjölskyldur barnanna sem Barnmissionen og ABC styðja eru mjög fátækar. Þær búa flestar við ruslahaugana í Manilla í hreysum byggðum úr spýtnarusli með bárujárnsþaki og moldargólfi. Fæstir hafa rennandi vatn né rafmagn. Eldunaraðstöðu er yfirleitt deilt með mörgum öðrum fjölskyldum og þvotturinn er þveginn í húsasundum. Kynferðisleg misnotkun er mjög algeng í Manilla. Fæstar þessara fjölskyldna hafa efni á því að senda börnin sín í skóla því allur peningur sem fjölskyldan vinnur sér inn fer í mat.

Margir búa við bágar aðstæður og vinna á ruslahaugunum. ABC hefur veitt fjölmörgum tækifæri til betra lífs.

Börn sem hafa fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi ABC skipta þúsundum í dag. Styrkur sem klárlega hefur skilað sér og veitt börnum tækifæri til betra lífs. Í ár eru þrjátíu ár frá því að fyrstu börnin á Filippseyjum voru styrkt til náms. Fjölmargar sögur af sigrum hafa orðið til á þeim árum.

Við þessi tímamót er ánægjulegt að staldra aðeins við og sjá hvar þessi fyrstu styrkþegar eru staddir í lífinu í dag.

 
Skildu eftir svar