Takk fyrir okkur - ABC barnahjálp

Takk fyrir okkur

alt

Árleg söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, stóð yfir dagana 1. til 17. apríl og gengu grunnskólabörn í heimili og fyrirtæki með söfnunarbauka. Okkur þykir ánægjulegt að tilkynna að alls söfnuðust 7.893.460 krónur til styrktar starfinu.

Söfnunarfénu verður ráðstafað til áframhaldandi uppbyggingar á starfsemi  ABC í Afríku og Asíu.

Við þökkum þessum mikilvægu sendiherrum starfsins kærlega fyrir okkur.

                alt    alt