Tannlæknaheimsókn í Filippseyjum - ABC barnahjálp

Tannlæknaheimsókn í Filippseyjum

Í dag fengu 90 af börnunum okkar í Filippseyjum tannlæknaþjónustu. Fengu þau skoðun og viðgerð ef við átti sem og fræðslu um tannumhirðu.

Að geta veitt börnunum til tæmis tannlæknaþjónustu er alls ekki sjálfsagt þar sem ABC starfar og oft á tíðum einungis fjarlægur draumur og eru starfsfólk skólans sem og við hér á skrifstofu ABC stuðningsaðilum ævinlega þakklát fyrir þann stuðning sem þau veita.

Þessar myndir voru teknar í morgun þegar tannlæknateymið hitti börnin.