ABC barnahjálp barst höfðingleg gjöf frá kortagerðinni Talíþa Kúm. Gjöfin var til stuðnings mæðrum barna í ABC skólanum í Búrkína Fasó.
Kortagerðin samanstendur af hóp sjálfboðaliða sem býr til einstaklega falleg handunnin kort. Tilgangur starfs þeirra er að safna fjármunum til stuðnings mæðrum barna í skólum ABC barnahjálpar.
Talíþa kúm heitir þessi hópur. Orðin er úr aramísku, orð Jesús er hann reisir upp 12 ára dóttur Jaríusar samkundustjóra er talin var látin. „og hann tók hönd barnsins og sagði: “Talíþa kúm!” Það þýðir: “Stúlka litla, ég segi þér, rís upp!”
Með þessum orðum og vinnu sinni vilja þau efla fátækar mæður til menntunar og starfsþjálfunar.
Við hjá ABC barnahjálp erum innilega þakklát fyrir fórnfýsi þessa yndislega fólks.