Nashiba er sjö ára gömul stúlka sem er í skóla á vegum ABC barnahjálpar í Úganda. Hún á fimm systkini og eitt þeirra nýtur einnig stuðnings til náms. Móðir þeirra er ekkja og hún eldar maís og gengur í hús og reynir að selja til að þéna smá pening. Hann er engan veginn nógu mikill til að sinna grunnþörfum fjölskyldunnar.
Fjölskyldan býr í litlu herbergi og lúxus eins og rafmagn og rennandi vatn eru utan þeirra seilingar. Börnin þurfa að ferðast dágóðan spöl til að sækja vatn og salernisaðstöðunni er deilt með fimm öðrum fjölskyldum sem búa á svæðinu.
Menntun er grundvallaratriði fyrir velgengni og eina leiðin til að brjótast út úr fátæktinni. Móðir Nashibu var nærri búinn að gefa upp alla von um menntun fyrir börnin sín og hún er gríðarlega þakklát stuðningsaðilum barna sinna.
Stuðningur ykkar gefur von þar sem vonleysi ríkir.