Þakklátur fyrir tækifærið. - ABC barnahjálp

Þakklátur fyrir tækifærið.

Ég heiti Philimon Kisku. Ég fékk tækifæri til að verða nemandi í Heimili Friðar árið 2012, í öðrum bekk. Nú er ég nemandi í níunda bekk. Ég fæddist inní fátæka fjölskyldu.

Í því þjóðfélagi sem ég lifi í, er menntunarstigið mjög lágt. Foreldrar mínir vildu að ég kæmist í skóla en vegna slæmrar fjárhagsstöðu fjölskyldunnar var það ekki möguleiki fyrir mig. Þess vegna hafði stjórn Heimilis Friðar samband við foreldra mína og buðu mér skólavist. Þar með hófst menntaferill minn. Mér tókst að setja mér markmið og Heimili Friðar hjálpar mér að ná þessum markmiðum. Ef Heimili Friðar væri ekki til staðar fyrir mig, þá væri ég ekki í skóla.

Í þorpinu mínu eru strákar á mínum aldri alveg stefnulausir. Þeir eru alveg ómenntaðir. Ég hef það miklu betra á Heimili Friðar. Hér fæ ég menntun og læri lífsleikni og læri það að spilling eyðileggur þjóðfélög og líf okkar. Heimili Friðar hefur aðstoðað mig við að verða að fyrirmyndarbarni í fjölskyldu minni. Því er ég þakklátur Heimili Friðar og ABC.