Þau hlaupa til styrktar ABC barnahjálp - ABC barnahjálp

Þau hlaupa til styrktar ABC barnahjálp

asdis

Við hjá ABC barnahjálp fórum á stúfana og leituðum uppi þá hlaupara sem hægt var að finna og höfðu ákveðið að hlaupa til styrktar ABC barnahjálp í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka sem fram fer á morgun(laugardaginn 19. ágúst 2017). Við erum svo gífurlega þakklát öllum þeim sem völdu að styrkja okkar málstað að við ákváðum að færa þeim sem höfðu safnað áheitum smá þakklætisvott frá ABC barnahjálp. Þegar þessi frétt er skrifuð þá hafa Ásdís Björg Kristinsdóttir og hinn 10 ára Viktor Óli Eiríksson Smith safnað mestu fyrir starfið.

Við hvetjum alla til að kynna sér hlauparana okkar og heita á þá því það er enn tími til stefnu.
Hlauparar til styrktar ABC barnahjálp

asdisViktor




Skildu eftir svar