Þemadagar í MCE Kenýa - ABC barnahjálp

Þemadagar í MCE Kenýa

Í Mathare Children´s education skólanum í Kenýa eru þemadagar þessa vikuna og eru börnin að upplifa alls kyns skemmtilega afþreyingu og kennslu.

Meðal annars listkennslu, heimilisfræði, dans og ljóðakennsla, hvatningarbíómyndir, og einnig tónleika, hoppukastala og fleira skemmtilegt

Þessir þemadagar eru haldnir og skipulagðir af starfsfólki og fyrrverandi nemendum sem eru útskrifaðir eða eru í framhaldsnámi. Við erum þakklát þeim Elvis, Joseph og Michael fyrir hjálpina og að vera frábærar fyrirmyndir. Við fengum þessar myndir frá þeim.