Þann 28. maí héldum við upp á „Menstrual hygiene day“ – sem er dagur tileinkaður tíðaheilsu kvenna.
En hvað er tíðaheilsa?

Á sumum menningarsvæðum eru tíðablæðingar álitnar tabú og tíðum kvenna fylgir ákveðin skömm. Aðgangur að tíðavörum og nærfötum er þá lítill sem enginn og hafa stúlkur jafnvel hætt skólagöngu þegar þær ná kynþroska. Til að bregðast við þessu áhyggjuefni stofnuðum við hjá ABC barnahjálp sérstakan sjóð til að sjá ungum konum í skólunum okkar fyrir nærfötum og dömubindum. Nokkuð sem okkur hér á Íslandi þykja hversdagslegir og aðgengilegir hlutir. Er þetta nauðsynlegur þáttur í þeirri baráttu að útrýma þessari undarlegu skömm og styðja þannig við góða tíðaheilsu stúlkna. Að auki eru haldnir fræðslufundir fyrir þær stúlkur sem náð hafa kynþroska, þar sem farið er yfir persónulegt hreinlæti, notkun tíðavara og almenna kynfræðslu.
28. maí er alþjóðlegur dagur tileinkaður tíðaheilsu kvenna, en dagsetningin vísar til meðallengdar tíðahrings (28) og tíða (5).
Málefnið er ABC barnahjálp afar hugleikið, hér á heimasíðu okkar er einmitt hægt að kaupa Álfabikarinn fyrir stúlkurnar í skólunum okkar.