Miklar framkvæmdir í Búrkína Fasó - ABC barnahjálp

Miklar framkvæmdir í Búrkína Fasó

Sjálfboðaliðar og heimamenn lyfta sannkölluðu grettistaki og mikið gerist á árinu í ABC skólanum í Búrkína Fasó.

Væntanlegi menntaskólinn kominn langt á leið, stærri vatnstanki komið fyrir, lögð vatnsdæla og vatnið flæddi sem aldrei fyrr, fleiri sólarsellum komið fyrir svo eitthvað sé nefnt.

Sjálfboðaliðar hafa verið duglegir að leggja leið sína til Búrkína Fasó og starfið hreinlega blómstrar.