Börn hjálpa börnum 20 ára - ABC barnahjálp

Börn hjálpa börnum 20 ára

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setti formlega af stað söfnunina Börn hjálpa börnum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Frá upphafi hafa nemendur safnað rúmlega 120 milljónum króna til styrktar fátækum börnum í fjarlægum löndum. Söfnunin hefur verið hreint ómetanleg fyrir starfsemi ABC barnahjálpar.