Börn hjálpa börnum - ABC barnahjálp

Börn hjálpa börnum

Árleg söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, fer af stað.

Nemendur í grunnskólum landsins taka höndum saman og ganga í hús eða til fyrirtækja á nærliggjandi svæðum og safna í bauka. Söfnunarféð er svo notað í ýmis brýn verkefni eða notað til að styrkja innviði skólastarfs í stuðningslöndunum.

Frá upphafi hafa þessir “sendiherrar ABC” safnað rúmlega 130 milljónum króna til styrktar starfinu.