Hinrik Þorsteinsson og Guðný “Gullý” Ragnhildur Jónasdóttir halda út til Búrkína Fasó til að hefja starf á vegum ABC.
Viðamikið starf hefur byggst upp og í dag er kominn á laggirnar menntaskóli og munu nemendur geta klárað ígildi stúdentsprófs í skólanum.
Skólinn er staðsettur nálægt stóru fátækrahverfi og nemendur hefðu án hans ekki kost á skólagöngu.
Í fyrstu er byrjað að kenna í bráðabirgðarhúsnæði.