Samstarf við Barnmissionen og stuðningur á Filippseyjum - ABC barnahjálp

Samstarf við Barnmissionen og stuðningur á Filippseyjum

Árið 1990 hóf ABC í samstarfi við Barnmissionen, sænsk hjálparsamtök, að styðja börn til náms á Filippseyjum. Barnmissionen rekur þrjá forskóla, einn grunnskóla, stendur fyrir starfsnámi í alls kyns greinum og starfrækir barnaþorp í samstarfi við félagsmálayfirvöld.

Samstarf ABC við Barnmissionen hefur haldist alla tíð síðan og í dag taka sænsku hjálparsamtökin virkan þátt í gæðaeftirliti með skólum ABC.

Í dag styrkja íslenskir stuðningsaðilar hundruð barna til náms á Filippseyjum.

ABC barnahjálp safnaði einnig pening fyrir byggingu barnaheimilis í Kambódíu sem Barnmissionen rekur.