Stuðningur við Heimili litlu ljósanna á Indlandi - ABC barnahjálp

Stuðningur við Heimili litlu ljósanna á Indlandi

ABC stendur fyrir byggingu íbúðarhúss og fjárfestir í landi fyrir Heimili litlu ljósanna á Indlandi.

Í gegnum árin hafa tugþúsundir fátækra barna fengið góða menntun í skólanum og á landsvísu hefur hann skarað fram úr ár eftir ár. Einnig er skólinn mjög sjálfbær þar sem rekinn er eigin búgarður og mikil grænmetisrækt er á svæðinu.

Íslenskir stuðningsaðilar hafa frá upphafi styrkt börn til náms og ABC hefur staðið fyrir fjölmörgum söfnunum sem hafa hjálpað til við uppbyggingu skólans.