Starf hafið á Indlandi - ABC barnahjálp

Starf hafið á Indlandi

ABC stendur fyrir stofnun heimilis fyrir götubörn í borginni Chennai á Indlandi. Hugsjónarkonan Eva Alexander stofnaði Comforter Ministries í þeim tilgangi að hjálpa hinum stéttlausu að mennta sig og komast í starfsnám.

Í gegnum árin hefur ABC staðið fyrir söfnunum og hjálpað samtökunum að koma sér upp og í dag er rekinn skóli sem gagnast þeim nauðstöddu sem annars gætu ekki nálgast menntun sökum stöðu sinnar og fátækt.