Kvennakvöld og tónleikar - ABC barnahjálp

Kvennakvöld og tónleikar

alt

Kvennakvöld til styrktar konum í Búrkína Fasó var haldið í maí í kaffisal Fíladelfíu. Heiðursgestur kvöldsins var Guðný Ragnhildur Jónasdóttir oftast kölluð Gullý. Sagði hún frá starfinu og lífi kvenna í Afríku.

Óskar Einarsson, píanóleikari og kórstjóri, hélt upp á 50 ára afmæli sitt með því að halda gospeltónleika í Lindakirkju, allur ágóði af tónleikunum rann til ABC. Upphæðin var notuð til að kaupa sólarsellur fyrir skólann í Búrkína Fasó.