Nytjamarkaður stofnaður - ABC barnahjálp

Nytjamarkaður stofnaður

Nytjamarkaður ABC hefur göngu sína í Faxafeni í samstarfi við Líknarfélag Kærleikans. Ári seinna er hann fluttur yfir í Skútuvog og er alfarið rekinn af ABC barnahjálp og mannaður af sjálfboðaliðum á vegum samtakanna.

Stærra og betra húsnæði fannst handan við hornið í Súðarvogi og “Nytjó” orðinn að mikilvægri tekjulind fyrir samtökin. Markaðurinn festir rætur og hefur alla tíð síðan reynst ómissandi í að breiða út boðskap ABC ásamt því að vera heilmikil búbót fyrir landsmenn.