Tímamót á Heimili litlu ljósanna - ABC barnahjálp

Tímamót á Heimili litlu ljósanna

Það er ánægjulegt að tilkynna að starfsemin á Indlandi er orðin fullkomlega sjálfbær.

Samstarf ABC barnahjálpar og Heimilis litlu ljósanna lýkur á þeim ánægjulegu nótum að ekki er þörf á frekari fjárstuðning. Með dyggri hjálp stuðningsaðila og fjársafnana á rúmlega 20 árum hefur skólinn náð þessum áfanga.