Trjárækt í Bangladess - ABC barnahjálp

Trjárækt í Bangladess

Á Heimili Friðar, skólanum okkar í Bangladess, hefur mikið verið lagt uppúr því að börnin læri um mikilvægi tránna. Hafa þau fengið kennslu um hve ómissandi tréin eru, að þau framleiði súrefni og séu stór partur af lífi okkar. Börnin læra að þau verði að vernda umhverfið sitt og um mikilvægi þess að gróðursetja og vernda tréin til að vernda land sitt og heiminn með tiliti til loftlagsbreytinga.

Af þessari ástæðu skipuleggja stjórnendur Heimili Friðar svokallað „Tree plantation program“ á hverju ári og var verkefnið sett af stað þann 29. júní síðast liðinn. Allir nemendur og allt starfsfólk skólans tóku þátt í verkefninu en þemað þetta árið var:  

“GREEN COUNTRY OF THE TREE TO TREE MY GOLDEN BANGLADESH”

Á landi skólans hafa verið í þessu verkefni gróðursett um 500 ólíkar tegundir trjáa og eru þar á meðal Sítrónutré, Betel hnetutré, Rangan Flower og nokkur skógartré. Það er einnig mikið hugsað út í notagildi tránna og eru ástæður fyrir því að þessi tré voru valin. Sítrónutrjám er plantað því börnin fá C-vítamín úr sítrónunum, hægt er að selja henturnar af Betel hnetutréinu og nota ágóðan í starf Heimili Friðar, Rangan Flower eykur fegurðina á svæðinu og skógartéin veita skuggasvæði frá sólinni.

Allir nemendur skólans voru mjög ánægðir og þakklátir fyrir að fá að taka þátt í þessu verkefni á tímum heimsfaraldurs.
Skildu eftir svar